
Alhliða markaðsþjónusta
fyrir minni og meðal stór fyrirtæki
Þjónustan
Hjá minni og meðalstórum fyrirtækjum eru mörg verkefni á fáum höndum.
Markaðsmál eru eitt þeirra verkefna sem oft fá lítinn tíma og of litla athygli.
ÓHH Ráðgjöf býður þér öflugan liðsauka.
Traustan samstarfsaðila sem gengur í öll þau verkefni sem snúa að markaðsmálum.
Okkar markmið er að bjóða hagstæð kjör fyrir alhliða markaðsþjónustu sem skilar árangri.
Hver erum við?
ÓHH Ráðgjöf - Ólafur Haukur Hákonarson
Vorið 2023 lauk ég námi í stafrænni markaðsfræði með áherslu á Google og Meta. Síðan þá hef ég unnið markaðsverkefni fyrir fyrirtæki í ólíkum greinum, svo sem húsgagnaverslanir, bílasölur og ferðaþjónustufyrirtæki. Ég þekki auglýsingakerfi Google og Meta vel og veit hvernig hámarka má árangur með réttum aðferðum.
Ég hef yfir 20 ára reynslu í sölu- og markaðsstarfi, þar af 11 ár hjá stærstu fjölmiðlum landsins, þar sem ég sérhæfði mig í markaðsráðgjöf fyrir minni og meðalstór fyrirtæki – frá hugmyndavinnu og auglýsingagerð til uppsetningar sérsniðinna birtingaáætlana.
Ef þú vilt auka forskot á samkeppnina, ná betur til viðskiptavina og bæta söluárangur, hafðu samband.
Fyrsta skrefið er stuttur fundur þar sem við förum yfir stöðuna og í framhaldi legg fram tillögur að úrbótum.

Hvað gerum við?
Samfélagsmiðlar
-
Auglýsingabirtingar á samfélagsmiðlum Meta ( facebook og instagram ).
-
Framleiðsla auglýsinga fyrir samfélagsmiðla og vefmiðla.
-
Umsjón samfélagsmiðla þíns fyrirtækis. Reglulegar stöðuuppfærslur, story, leikir og fleira.

-
Leitarvélabestun gerir heimsasíðu þíns fyrirtækis sýnilegri í leitarvél Google.
-
Umsjón Google adwords auglýsinga.
-
Umsjón auglýsingabirtinga á Youtube og öðrum miðlum Google.
-
Framleiðsla grafískra auglýsinga fyrir Youtube og aðra miðla Google.

Innlendir auglýsingamiðlar
-
Umsjón eða aðstoð með birtingar á innlendum miðlum. Útvarp, sjónvarp, vefmiðlar, prent, útiskilti og fleira.
-
Framleiðsla grafískra auglýsinga fyrir vefmiðla, sjónvarp, prent og útiskilti.
.png)
Greiningar og ráðgjöf
-
Ítarleg markaðsgreining þar sem samkeppnisaðilar eru skoðaðir og staða þíns fyrirtækis á markaðnum er metin. Út frá því má sjá hvar tækifæri liggja til sóknar.
-
Sölu og þjónustráðgjöf. Oft getur verið gott að gera naflaskoðun og fá metið hvort þínir viðskiptavinir séu að fá bestu mögulegu þjónustu.
.png)